NORÐDAHL, NARFI & SILVA

Innflytjendamál | Mannréttindi | Fjölskylduréttur | Sakamál | Fjármunaréttur og fyrirtækjaþjónusta
Bóka tíma

Góð vinnubrögð leiða til góðrar niðurstöðu

Á lögmannsstofunni Norðdahl, Narfi & Silva er tryggt að viðskiptavinir okkar fái ávallt bestu þjónustu sem völ er á, af fagmönnum á því sviði lögfræðinnar sem þörf er á. Okkar kúnnar geta treyst því að þeirra mál fái þá athygli, sem það krefst.

Þjónusta

Einkamál

Norðdahl, Narfi og Silva veita persónulega og faglega þjónustu til einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila á öllum helstu sviðum einkamálaréttarfars.  

Sakamál

Norðdahl, Narfi og Silva taka að sér verjandastörf á rannsóknar- og dómsstigi. Þá leggur stofan mikið upp úr því að krefjast miskabóta vegna ólögmætra rannsóknaraðgerða og/eða í kjölfar sýknudóma. 

Lögfræðileg ráðgjöf

Að höfða mál er stór og afdrifarík ákvörðun. Mikilvægt er að mál séu könnuð til hlítar og viðeigandi ráðgjöf sé veitt. Þá bætir það iðulega samningsstöðu viðkomandi að þekkja til hlítar réttarstöðu sína. 

Gjaldfrjáls fundur

Fyrsta viðtal hjá Norðdahl, Narfa og Silva er ókeypis og án skuldbindinga. Í vissum tilvikum tekur lögmannsstofan að sér mál þar sem engin þóknun greiðist nema tilskilinn árangur náist. Upphæð hinnar árangurstengdu þóknunar er þá samningsatriði hverju sinni. Að öðru leyti miðast þóknun við unnar stundir en nánari upplýsingar um tímgjald og skilmála má nálgast hjá stofunni.

 

Vantar þig lögfræðiálit?

Ef þú ert með einhverjar lögfræðilegar spurningar hvetjum við þig til þess að hafa samband við okkur, annað hvort í gegnum formið hér að neðan eða með því að senda okkur tölvupóst eða hringja í okkur. Fyrsti fundurinn með okkur kostar ekki neitt.

Starfsmenn

Magnús D. Norðdahl, lögmaður og eigandi

Magnús D. Norðdahl, lögmaður og eigandi

Magnús lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Sama ár fékk Magnús lögmannsréttindi og stofnaði eigin lögmannsstofu sem hann hefur rekið með góðum árangri á umliðnum árum. Af fyrri störfum Magnúsar má nefna störf hjá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Logos lögmannsstofu og Vátryggingafélagi Íslands. Þá er Magnús með B.A. – gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands.

Hægt er að hafa samband við Magnús í síma 868-2989 eða með því að senda honum tölvupóst á magnus@nns.is

Guðmundur Narfi Magnússon, lögmaður og eigandi

Guðmundur Narfi Magnússon, lögmaður og eigandi

Guðmundur Narfi lauk meistaranámi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2019 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi síðar sama ár. Starfsnámi lauk hann hjá Samkeppniseftirlitinu, þar sem honum gafst tækifæri til þess að kynna sér vinnubrögð og málsmeðferð eftirlitsins.

Hægt er að hafa samband við Guðmund í síma 659-9006 eða með því að senda honum tölvupóst á gudmundur@nns.is

Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður og eigandi

Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður og eigandi

Helgi lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2015 og fékk lögmannsréttindi árið 2019. Í námi var Helgi virkur í félagsstörfum og sat meðal annars þrisvar í ritnefnd Úlfljóts, tímarits laganema, var aðstoðarmaður doktorsnema, framkvæmdastjóri atvinnunefndar, tók þátt í málflutningskeppnum og varð Orator Oratorum. Þá var Helgi aðstoðarkennari í almennri lögfræði, stjórnsýslurétti og eignarrétti við Háskóla Íslands auk þess að sinna kennslu fyrir Nóbel námsbúðir og Orator á sviði refsiréttar, stjórnsýsluréttar og réttarfars. Helgi hefur sinnt lögfræðistörfum fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur, Lánasjóð íslenskra námsmanna, Lagastofnun Háskóla Íslands, Fiskistofu, sýslumannsembættið á Hvolsvelli og bankaráð Seðlabanka Íslands svo eitthvað sé nefnt.

Hægt er að hafa samband við Helga í síma 868-2991 eða með því að senda honum tölvupóst á helgi@nns.is

Bryndís Torfadóttir, fulltrúi

Bryndís Torfadóttir, fulltrúi

Bryndís Torfadóttir lauk meistaranámi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2021. Hún hefur hefur verið virk í félagsstörfum á sviði mannréttinda og innan háskólasamfélagsins, meðal annars sem formaður Málfundafélags Lögréttu og varastjórnarmaður í Félagi talsmanna um alþjóðlega vernd. Hún hefur áður starfað hjá Kærunefnd útlendingamála, Kennarasambandi Íslands og Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Bryndís hóf störf hjá Norðdahl, Narfi & Silva árið 2021.

Hægt er að hafa samband við Bryndísi með því að senda henni tölvupóst á bryndis@nns.is.

Ósk Elfarsdóttir, fulltrúi

Ósk Elfarsdóttir, fulltrúi

Ósk Elfarsdóttir lauk meistaranámi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík árið 2020. Í meistaranáminu sérhæfði hún sig meðal annars í flóttamannarétti og lauk  starfsnámi hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Ósk hefur starfað við sérhæfð lögfræðileg verkefni hjá Skipulagsstofnun og Íbúðalánasjóði.

Ósk hóf störf hjá Norðdahl, Narfi & Silva árið 2022.

Hægt er að hafa samband við Ósk í síma 783-9915 eða með því að senda henni tölvupóst á osk@nns.is

Unnur Hólmfríður Brjánsdóttir, fulltrúi

Unnur Hólmfríður Brjánsdóttir, fulltrúi

Unnur lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands vorið 2018. Í náminu lá áhugi hennar öðru fremur á sviði mannréttinda, og fékk hún meðal annars styrk frá skólanum til þess að fara utan og nema slíka áfanga við hinn virta Columbia University í New York borg. Meðfram námi starfaði Unnur sem laganemi við samningsgerð hjá Íslandsbanka og síðar sem fulltrúi hjá Innheimtustofnun Sveitarfélaga. Eftir útskrift starfaði Unnur á lögmannsstofunni KRST Lögmenn.

Unnur hóf störf hjá Norðdahl, Narfi & Silva árið 2023.

Hægt er að hafa samband við Unni með því að senda henni tölvupóst á netfangið unnur@nns.is.

Arndís Ósk Magnúsdóttir, fulltrúi

Arndís Ósk Magnúsdóttir, fulltrúi

Arndís lauk meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands vorið 2024. Meðfram námi hefur hún starfað við félagsvísindarannsóknir hjá Háskóla Íslands, tekið þátt í Lögfræðiaðstoð Orator – félags laganema og verið framkvæmdaliði Bóksölu Úlfljóts. Þá hefur hún verið virk í ýmsu mannréttindastarfi, meðal annars hjá Íslandsdeild Amnesty International.

Arndís hóf störf hjá Norðdahl, Narfi & Silva árið 2021.

Hægt er að hafa samband við Arndísi með því að senda henni tölvupóst á arndis@nns.is

Kristjana Guðbjartsdóttir, laganemi

Kristjana Guðbjartsdóttir, laganemi

Kristjana er í meistaranámi við Háskóla Íslands. Meðfram námi hefur hún starfað hjá fjármálaráðuneytinu, hjá frjálsum félagasamtökum og starfaði sem framkvæmdastjóri Úlfjljóts, tímarits og bóksölu laganema í tvö ár. Einnig situr hún í stjórn bókaútgáfunnar Codex. Auk þessa var hún í starfsnámi við sendiráð Íslands í Póllandi haustið 2023. 

Kristjana hóf störf hjá Norðdahl, Narfi & Silva árið 2024.

Hægt er að hafa samband við Kristjönu með því að senda henni tölvupóst á kristjana@nns.is

Lísa, skrifstofuhundur

Lísa, skrifstofuhundur

Lísa er ljúfur hundur sem fylgir eiganda sínum á skrifstofuna flesta daga. Hún tekur vel á móti skjólstæðingum stofunnar.

Hafðu samband